Draugasetrið
Draugasetrið er um 1.000 m2 völundarhús og þar sem talsvert myrkur er í sumum rýmunum er mikilvægt að hlusta eftir sögunúmerum í byrjun hverrar sögu.
Alla daga frá Júlí – ágúst
13:00-18:00
Fullorðnir: 2000,- kr.
10-15 ára: 1500,- kr.
6-9 ára: 500,- kr.
Fyrir hópa endilega sendu á netfangið draugasetrid@draugasetrid.is 🙂
Ísland á sér aðra vídd þegar kemur að draugum, álfum og huldufólki. Á
draugasetrinu getur þú myndað þér skoðun á því hvort draugar séu til eða ekki.
Safnið er einstakt hér á landi og allt er gert til þess að endurvekja upplifun þeirra
sem hafa séð eða komist í nánd við heim hins óútskýrða. Boðið er upp á ótrúlegar
sögur með ýmiss konar uppstillingum og brellum sem fá hárin til að rísa.
Draugsetrið er ekki fyrir viðkvæma!
Gestir fá meðferðis 24 draugasögur sem leiða þá í gegnum safnið. Mikilvægt er að
gefa öllum draugum á Draugasetrinu góðan gaum þar sem óvæntir atburðir geta
gerst á hverju sögustígi.
Draugasetrið er ekki ætlað börnum yngri en 12 ára. Öll börn undir 12 ára aldri eru á
ábyrgð foreldra.
Draugasetrið er um 1.000 m2 völundarhús og þar sem talsvert myrkur er í sumum
rýmunum er mikilvægt að hlusta eftir sögunúmerum í byrjun hverrar sögu.